Í morgun komu nokkrir nemendur sem eru í tónlistarnámi í heimsókn á leikskóladeildina og spiluðu á Dvergasteini. Þetta var mjög skemmtilegt innlegg inn í daginn.
Geðlestin kom til okkar í Gamla skóla í morgun með fræðslu. Hver heimsókn fer þannig fram að fyrst er sýnt leikið myndband, þá segir ungur einstaklingur frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, eftir það umræður og í lokin er stutt tónlistaratriði.