Kæru Seyðfirðingar,
Listadeildin sendir ykkur óskir um allt hið besta á nýju ári.
Frá og með janúar getur deildin boðið upp á nám í slagverksleik/ trommusettsleik.
Ævar vísindamaður las upp úr nýjustu bókinni sinni, Þín eigin undirdjúp, fyrir nemendur á miðstigi í morgun. Eftir lesturinn spjallaði hann við nemendur og svaraði spurningum.
Þótt viðburðir fyrir jólin í leikskóladeildinni þetta árið séu háðir ákveðnum takmörkunum vegna Covid-19 reynum við ætíð að finna góðar lausnir með bros á vör.