Í síðustu viku var málstofa í HÍ sem nefndist Að auka gæði kennslu: Reynsla kennara af því að nýta myndupptökur. Málstofan var lokahnykkurinn í rannsóknar- og þróunarverkefninu Sjálfbær starfsþróun til að auka gæði náms og kennslu (SÆG). Allir skólar í Múlaþingi áttu þátttakanda í rannsókninni og hefur vinnan staðið í um það bil eitt og hálft ár.
Nú hafa verið tilkynnt úrslit í Svakalegu lestrarkeppninni og var það Melaskóli í Reykjavík sem bar sigur úr býtum í þetta sinn. Alls tóku tæplega 17 þúsund börn í 90 skólum um land allt þátt í keppninni.