Í vikunni hafa krakkarnir verið önnum kafnir við að búa til bíla sem taka áttu þátt í kappakstri. Flestir völdu sér Lego en margir vildu perla bíla eða búa þá til úr pappa. Flestir ákváðu á endanum að gefast upp á perlinu og pappanum og smíðuðu sér bíla úr Lego. Þetta tók nokkurn tíma eins og við var að búast þar sem það er endalaust hægt að breyta og bæta og hafa gaman af Legói en einhverntíman verður gamanið að enda og eftir hádegi í dag (09.01) var svo haldin keppni um hver bíll næði lengst með að láta þá rúlla niður ofurlítinn halla. Þar vorum við að kenna þeim hvernig þyngaraflið virkar á bílana og býr til hreifiafl. Svo var haldin hefðbundin keppni þar sem krakkarnir ýttu bílunum sínum áfram. Sumir voru brögðóttir og höfðu sett teygju á dekkin á sínum bíl til þess að trekkja hann upp og skjóta honum áfram af miklu afli, sá bíll vann auðvitað þá keppni. Flest höfðu þau gaman að þessu enda um að gera að nýta allt þetta Lego sem skólinn á í haugum uppá háalofti og í kjallaranum.


Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45