Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér viðeigandi klæðnað í leikskólann sem miðast við veðurfar hverju sinni. Áhersla er lögð á að börnin geti tekið þátt í starfi leikskólans bæði úti og inni.
Mikilvægt er að börn séu með aukafatnað ef óhöpp verða. Einnig er gott að merkja fatnað barnanna til að koma í veg fyrir að fatnaður ruglist saman við fatnað annarra barna. Aukafatnaður er geymdur í plastboxum í hólfum barna í fataklefa. Leiðbeinandi gátlisti er á plastboxum um hvaða aukafatnað er heppilegt að koma með. Foreldrar þurfa reglulega að yfirfara aukafatnað barna sinna.
Á föstudögum þurfa foreldrar að tæma fatahólf barna sinna í leikskólanum. Ekki er æskilegt að töskur séu geymdar í hólfum barnanna.
Útiföt sem barnið þarf að eiga
Kuldagalli/kuldabuxur
Úlpa
1 húfur
1 lambhúshetta.
Regnjakki
Regnbuxur
2 ullarsokkar
2 vettlinga
Hlý peysa og hlýjar buxur/heilgalli.
Kuldaskór
Stígvél
Strigaskór
Aukaföt sem þurfa að vera í hólfi barnsins
2 nærbolir og nærbuxur /samfellur
2 buxur
2 sokkabuxur/sokkar
1stuttermabolur
1 langermabolur
2 pör af sokkum
Inniskór
Bleiur
Blautþurrkur
Snuð