Opið fyrir skráningar í tónlistarnám

Undirbúningur fyrir komandi skólaár er nú í fullum gangi og búið að opna fyrir skráningar í tónlistarnám. Unnið er að því að fullklára að manna stöður og þar af leiðandi mjög gott að fá skráningar sem fyrst.

Í boði verður eins og síðustu ár að læra á strengjahljóðfæri, slagverk, blásturhljóðfæri auk það sem hægt verður að leggja stund á söng og raftónlist í heilu eða hálfu námi. Heilt nám er 60 mín á viku og skiptist í tvo 30 mín. tíma eða hálft nám sem er 30 mín á viku. Nemendum Seyðisfjarðarskóla verður kennt á skólatíma grunnskóladeildar og samkvæmt samkomulagi. 

Eins og síðustu tvo ár mun söngnám verða kennt í þremur tveggja vikna lotum yfir árið undir handleiðslu Kristjönu Stefánsdóttur jasssöngkonu. Ennfremur mun söngdívan Rusa Petriashvili bjóða upp á sérstakt klassísk söngnám fyrir fullorðna yfir veturinn. 

 

Í kennarateyminu veturinn 2019-2020 eru: 

Árni Geir Lárusson kennir á gítar, raftónlist og trommur. 

Kristjana Stefánsdóttir kennir söng í þremur lotum. 

Rusa Petriashvili kennir á píanó og klassískan söng. 

Celia Harrison kennir á fiðlu. 

Jón Hilmar Kárason kennir á gítar og Ukulele í fjarnámi. 

Athugið að reynt verður að koma til móts við allar sérbeiðnir um nám á hljóðfæri, ekki hika við að hafa samband tinna@skolar.sfk.is.

Síðast skráningardagur er mánudaginn 2. sept. 

Hlekkur á eyðublaðið: https://seydisfjardarskoli.sfk.is/is/listadeild/umsoknir 

Hlekkur á gjaldskrá 2019