Listadeild

Listadeild Seyðisfjarðarskóla var sett á laggirnar árið 2016 þegar leik-, grunn og tónlistarskóli runnu saman í eitt. Í listadeild fer fram kennsla í tónmennt, sjónlistum, textílmennt, leiklist og brúðuleikhúsi, heimilisfræði, smíði og hönnun samkvæmt aðalnámskrám leik- og grunnskóla. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að skapandi verkefnum, undir faglegri leiðsögn kennara, þar sem framsetning og góður frágangur er hafður að leiðarljósi.

Innan deildarinnar er auk þess starfræktur tónlistarskóli, sem starfar samkvæmt lögum og námskrá um tónlistarskóla, og stendur tónlistarnám til boða fyrir alla bæjarbúa.

Meginhlutverk deildarinnar er að:

 • veita nemendum tækifæri og rými til að þjálfa sig í list- og verkgreinum.
 • kynna fyrir nemendum helstu leiðir og aðferðir í hverri grein fyrir sig.
 • aðstoða nemendur við að finna sína fjöl innan list- og verkgreina.

Kennsla fer fram í Rauða skóla, Skólavegi 2.

Aðstoðarskólastjóri er Vigdís Klara Aradóttir vigdisklara@skolar.sfk.is

Aðstoðarskólastjóri er Vigdís Klara Aradóttir vigdisklara@mulathing.is

Í kennarateyminu veturinn 2021-2022.

Tónlistarkennarar:

 • Rusa Petriashvili kennir á píanó og klassískan söng
 • Guido Baeumer kennir á tréblásturshljóðfæri
 • Vigdís Klara Aradóttir kennir á blásturshljóðfæri
 • Jón Hilmar Kárason kennir á gítar, rafgítar og bassa í fjarnámi
 • Kristjana Stefánsdóttir kennir söng í lotum
 • Guðrún Veturliðadóttir kennir samspil í lotum
 • Árni Geir Lárusson kennir á slagverk og gítar

List- og verkgreinakennarar:

 • Þórarinn Jónsson kennir smíði og hönnun
 • Tessa Rivarola kennir listasmiðjur með áherslu á brúðuleikhús og leiklist
 • Lilaï Licata kennir myndmennt
 • Guido Baeumer kennir tónmennt og heimilisfræði á unglingastigi
 • Vigdís Klara Aradóttir kennir tónmennt og heimilisfræði á yngsta stigi og miðstigi
 • Árni Geir Lárusson kennir valáfanga með áherslu á tónlist og tækni