Listadeild Seyðisfjarðarskóla var sett á laggirnar árið 2016 þegar leik-, grunn og tónlistarskóli runnu saman í eitt. Í listadeild fer fram kennsla í tónmennt, sjónlistum, textílmennt, leiklist og brúðuleikhúsi, heimilisfræði, smíði og hönnun samkvæmt aðalnámskrám leik- og grunnskóla. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að skapandi verkefnum, undir faglegri leiðsögn kennara, þar sem framsetning og góður frágangur er hafður að leiðarljósi.
Innan deildarinnar er auk þess starfræktur tónlistarskóli, sem starfar samkvæmt lögum og námskrá um tónlistarskóla, og stendur tónlistarnám til boða fyrir alla bæjarbúa.
Meginhlutverk deildarinnar er að:
Kennsla fer fram í Rauða skóla, Skólavegi 2.
Aðstoðarskólastjóri er Vigdís Klara Aradóttir vigdisklara@skolar.sfk.is
Aðstoðarskólastjóri er Vigdís Klara Aradóttir vigdisklara@mulathing.is
Í kennarateyminu veturinn 2021-2022.
Tónlistarkennarar:
List- og verkgreinakennarar: