Könnun um breytingu á nýtingu húsnæðis.

Til stendur að ráðast í nokkuð umfangsmiklar breytingar á nýtingu húsnæðis í grunnskóladeild  í sumar og haust.  Breytingarnar gera í grófum dráttum ráð fyrir að sameinað skóla- og almenningsbókasafn Seyðisfjarðarkaupstaðar og kennslustofur undir verkgreinar verði staðsettar í Rauða skóla og að kennslustofur undir bóklega kennslu verði í Gamla skóla. Hugmyndir að þessu fyrirkomulagi má rekja til umfangsmikils samtals sem hefur átt sér stað meðal allra hópa skólasamfélagsins sl. ár og eru í takti við sameiningu skólanna á Seyðisfirði og nýja skólastefnu sveitarfélagsins. Í marsmánuði voru fyrirliggjandi  breytingar kynntar foreldrum grunnskóladeildar í  bréfi frá skólastjóra og í kjölfarið var gerð rafræn könnun meðal þeirra.  

 Fimmtudaginn 6.apríl var öllum nemendum grunnskóladeildar einnig kynnt áformin á fundi á sal og þar komu fram sjónarmið nemenda í 1.-10. bekk sem stjórnendur og kennarar vinna með í framhaldinu.

 Niðurstöður rafrænu könnunarinnar má skoða á þessum hlekk en 30 svör frá foreldrum bárust.

 Af persónuverndaráðstæðum munu svör við opnum spurningum ekki vera gerð opinber. Í þeim kom fram bæði ánægja með breytingarnar, ábending um aðra staðsetningu bókasafns og jafnframt hvað þarf að hafa í huga við breytinguna.

 Stjórnendur þakka foreldrum og nemendum mikla virkni og góðar ábendingar í þessu ferli.

 

 

 


Athugasemdir