Af óviðráðanlegum ástæðum munum við í Seyðisfjarðarskóla þurfa að breyta fyrirkomulaginu í matnum hjá okkur. Skólinn, félagsheimilið Herðubreið, Aldan/ og LungA skólinn ætla að vinna saman að því að bjóða nemendum og íbúum upp á hádegismat í Herðubreið.
Skaftfell/Aldan ætlar að sjá um eldamenskuna í hádeginu fyrir leik- og grunnskólann sem og LungA skólann í Herðubreið, fram að áramótum. Nemendur grunnskóladeildar matast á hefbundnum tíma, en frá klukkan 12:15 munu nemendur LungA skólans og aðrir gestir geta borðað sinn hádegismat, einnig í Herðubreið. Við (grunnskólafólkið) borðum í matsalnum en aðrir snæða sinn hádegisverð frammi á kaffihúsasvæðinu. Nemendur í leikskóladeild verða ekki varir við þessa breytingu en þó munu allir fá aðeins öðruvísi mat.
Þetta fyrirkomulag verður prófað fram að áramótum en þegar nær dregur desember munum við endurmeta stöðuna í ljósi þess hvernig fyrirkomulagið gengur og hvort að þörf sé á þessari lausn áfram.
Matseðlar verða gefnir út og verða aðgegnilegir á vef skólans https://seydisfjardarskoli.sfk.is/ Að sjálfsögðu verður farið að manneldismarkmiðunum og boðið upp á næringaríkan og fjölbreyttan mat við hæfi barnanna og samkvæmt stefnu okkar um að vera heilsueflandi skóli. En eins og við vitum þá elda engir tveir kokkar eins og því eru breytingar á einhverjum réttum, bragði og áferð óumflýjanlegar. Fiskur verður tvisvar í viku eins og er hjá okkur nú þegar, það verða einnig kjöt og pastaréttir líkt og er á okkar matseðli. Það verða ekki unnar kjötvörur í boði eins og við höfum verið að vinna að, framboð af grænmetisréttum mætti vel aukast, -en allir ætla almennt að gera sitt besta til að þetta gangi upp.
Á þessu tímabili fáum við séð hvernig Herðubreið sem félagsheimili bæjarins gæti boðið upp á mat í hádeginu fyrir samfélagið í heild. Það gæti sannarlega styrkt okkur sem samfélag að hafa stað þar sem hægt er að koma saman, eiga ljúfa stund og borða hádegismat. Stjórnendur hafa farið yfir breytt vinnulag með þeim sem eru í gæslu. Við starfsfólk skólans, verðum áfram á vaktinni að passa upp á börnin þó svo að félagsheimilið breytist við þetta í fjölfarnara almenningasrými.
Þar sem að við þurfum að bregðast skjótt við tekur þessi breyting gildi föstudaginn 11.október n.k., þá er að mér skilst föstudagskjúlli á matseðlinum.
Kær kveðja
Svandís Egilsdóttir
Skólastjóri
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00