Vinabekkir

Við byrjuðum morguninn í grunnskólanum á vinabekkjahittingum. 1. bekkur bauð 6. bekk að setja saman legó, 7.og 2. bekkur lituðu og perluðu, 8. bekkur bauð 3. bekk í spilastund, 4. og 9. bekkur spiluðu og tefldu, 10. bekkur bauð 5. bekk að horfa á vídeó með sér. Eftir áramótin munu þessar heimsóknir síðan halda áfram og bekkirnir skiptast á að bjóða heim.


Athugasemdir