Dagana 28. janúar til 1. febrúar var lögreglan, í samvinnu við heilsueflandi samfélag, með umferðareftirlit við skólastofnanir bæjarins. Lögð var áhersla á hvort öryggi barna væri viðunandi í bifreiðum foreldra og forráðamanna auk öryggis barna almennt á leið sinni í og úr skóla.
Að þesari viku lokinni vill lögregla sérstaklega hvetja fólk til að huga að því hvernig börnum er hleypt út úr bifreiðum við grunnskólann. Æskilegast er að barnið þurfi ekki að hlaupa útá eða yfir götuna þar sem mikill erill getur myndast í upphafi skóladags. Lögreglan myndi gjarnan vilja sjá breytingu þar á og hvetur foreldra til að beygja frekar inn Árstíg og hleypa börnum út aftan við skólann eða stoppa skólamegin við Suðurgötu og hleypa þeim þar út.
Hinn almenni Seyðfirðingur mætti líka aka hægar við skólann þó að hann sé að verða of seinn til vinnu. Lögreglan vill þakka góðar móttökur og minnir á að alltaf má gera betur og gott bæta.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00