Tónlistarskólinn heimsækir Fossahlíð

Nú á mánudaginn fóru söng- og píanónemendur Hlínar í heimsókn í Fossahlíð og fluttu ýmis jólalög fyrir eldri kynslóðina. Um breitt aldursbil nemenda var að ræða þar sem yngsti nemandinn, Lilja Bryndís, er 7 ára og elsti nemandinn, Danjál, er 48 ára. Sumir nemendurnir voru að koma fram í fyrsta skipti, en það er mikill kraftur í yngstu deild tónlistarskólans þetta árið.
Nemendurnir sem komu fram voru:
Úlfrún söng og Illugi spilaði undir á píanó lagið Krummi svaf í klettagjá
Danjál spilaði Jólaklukkur
Ása Oktavía söng lagið Jólasveinar ganga um gólf
Systurnar Katla og Edda tók saman lagið Búkolla með Ladda
Edda og Heiðrún sungu saman lagið Dansaðu vindur
Heiðrún söng Eitt sinn rétt fyrir jólin
Allir nemendurnir sungu saman lagið Snjókorn Falla undir handleiðslu Lilju Bryndísar