Tónlistarskóli Seyðisfjarðar hóf störf aftur eftir sumarfrí mánudaginn 2.september.

Tónlistarskóli Seyðisfjarðar hóf störf aftur eftir sumarfrí mánudaginn 2.september. Mikil nemendaaukning hefur verið undanfarið ár, þar sem nú eru 41 nemendur í tónlistarskólanum. Þetta árið eru þrír samspilshópar starfandi og höldum við áfram að rækta þá þróun sem við fórum af stað með í fyrravetur að krakkarnir semji og flytji sínar eigin tónsmíðar. Við skólann kenna sex tónlistarkennarar, þau Árni Geir Lárusson, Guðrún Veturliðadóttir, Hlín Behrens, Kristjana Stefánsdóttir, Mairi Louisa og Virág Kerekesné Mészöly.
 
Við hlökkum til að sjá hvert sköpunarkraftur krakkanna leiðir okkur þetta árið.