Nemendur á unglingastigi hafa í upphafi skólaárs verið að skoða þarfirnar sem að hafa stórt hlutverk í Uppeldi til ábyrgðar. Allir nemendur hafa þarfagreint sig og fengið fræðslu um jákvæða og neikvæða birtingamynd þarfanna, þ.e. hvenær við erum, og á hvaða hátt, að uppfylla þarfirnar okkar á jákvæðan eða neikvæðan hátt.
Nemendur gerðu einnig þarfahús sem prýða nú veggina í kennslustofum þeirra. Þarfirnar taka mismikið pláss í húsinu þeirra en það gefur til kynna hvaða þörf er ríkjandi hjá þeim, en hún er þá stærst inn í húsinu. Stærð hinna þarfanna fer svo eftir því hver er næststærst og svo koll af kolli.
Skemmtilegt verkefni sem gefur kennslustofunum lit.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45