Takk fyrir stuðninginn

Takk fyrir stuðninginn
Krakkarnir í 9. og 10. bekk eru á lokasprettinum í söfnun fyrir Danmerkurferðalaginu sem farið verður í næsta vor.
 
Síðastliðinn föstudag tóku þau þátt í sólahrings maraþoni þar sem þau voru í skólanum við leik og starf frá kl. 8 á föstudagsmorgni til kl. 8 á laugardagsmorgni. Maraþonið gekk mjög vel og vilja krakkarnir senda þakklæti til allra þeirra sem studdu þau með áheitum. Um leið er minnt á að hægt er að leggja inn á reikning þeirra 0176-05-061593 kt. 681088-4909.

Athugasemdir