Stúlkur í 9. og 10. bekk skreyta möppurnar sínar með zentangle munstri.

Nemendurnir byrjuðu á að gera stafina sína eða nafn sitt með tvöföldum stöfum. Inn í stafina settu þeir munstur sem kallast Zentangle munstur. Til að persónugera möppurnar sínar enn frekar skreyttu þau möppurnar að aftan með að lágmarki 2 lógóum að eigin vali. 

Það var ótrúlega gaman að sjá hve hugmyndaflugið tókst á loft hjá þeim í munsturgerðinni. 

Nemendurnir fengu góða æfingu í að takast á við fínhreyfingar, hugmyndaflug, sjálfsskoðun, sjálfstæð vinnubrögð og góðan frágang við samsetningu möppunnar.

Zentangle munstur er ekki svo ósvipað gamla góða símakrotinu. Þegar fólk talar í síma þá á það til að krota á blað, oft án þess að spá nokkuð í því. 

Zentangle munsturgerð er óendanleg, frá einföldustu línum og út í hið óendanlega. Munsturgerðin byggist á samblandi punkta, lína, tákna, hringa og boga sem mynda skipulagða heild.  Einfaldar endurtekningar á smáum svæðum sem virðast verulega flóknar á heildina litið. 

Zentangle þýðir Hugleiðsluflækja, í tímunum fór ekki á milli mála að þar væri mikil hugleiðsla í gangi við munsturgerðina, friður, einbeitning og afslappaðar samræður.

 Kveðja,

Sandra María.

Munstur

Munstur

 


Athugasemdir