Í gær fór fram Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla. Allir fjórir nemendur í 7. bekk tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Hvert þeirra flutti stuttan kafla úr skáldsögunni Blokkin á heimsenda og tvö ljóð.
Rakel Snorradóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir skipuðu dómnefndina og var Gerður Elvarsdóttir valin til að vera fulltrúi skólans í Héraðskeppninni sem fram fer 13. mars á Egilsstöðum.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00