Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla fór fram í hátíðarsal Herðubreiðar fimmtudaginn 11. mars síðastliðinn.

Nemendur 7. bekkjar lásu þar upp og stóðu sig með stakri prýði. Dómnefnd sem skipuð var af þeim Jóni Halldóri, Kötlu Rut og Guðrúnu Katrínu var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli nemenda en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Marija Eva Kruze Unnarsdóttir og Hilmir Bjólfur Sigurjónsson yrðu fulltrúar Seyðisfjarðarskóla á héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Egilsstaðaskóla þann 17. mars nk. Varamaður var valinn Jóhann Ari Magnússon.

Til hamingju með flottan upplestur allir 7. bekkingar.

 


Athugasemdir