Sögustund í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

Í gær, þriðjudaginn 25. sept. var Dvergasteinsnemendum boðið á leiksýninguna Sögustund í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Bernd Ogrodnik brúðulistamaður hjá Brúðuheimum hélt sýninguna á vegum þjóðleikhússins og er sýningin brot úr sýningu sem ferðast hefur verið með um allan heim. Sýningin ver mjög skemmtileg og voru nemendur og kennarar alsælir með ferðina. Rútuferðin var í boði foreldrafélagsins og Ferðaþjónustu Austurlands og þökkum við Hjalta og Örvari kærlega fyrir hjálpina.


Athugasemdir