Föstudaginn 13. Október komu Bjarki og Eyjólfur til okkar með smiðjur á vegum Minjasafns Austurlands.
Nemendur í 4.-7. bekk voru allan morguninn í þessum tveimur smiðjum og höfðu mjög gaman af því.
Bjarki kenndi krökkunum að tálga og fór yfir nokkur atriði og aðferðir með þeim.
Eyjólfur kynnti hið þjóðlega hljóðfæri langspil fyrir krökkunum og kenndi þeim að spila á slík hljóðfæri. Þau fengu að spila á langspilin með því að plokka strengina, með því að nota álftarfjaðrir og svo fiðluboga.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45