Bergrún Íris kennir börnum undirstöðuatriðin í smásagnagerð. Farið verður í hugmyndaleit, skissuvinnu, persónusköpun og uppbyggingu smásögunnar. Bæði verður unnið með texta og teikningar til þess að styrkleikar hvers barns fái að njóta sín til fullnustu. Bergrún Íris er margverðlaunaður barnabókahöfundur sem skrifað hefur 20 barnabækur og myndlýst fjöldann allan af barnabókum.
Námskeiðið er gjaldfrjálst en athugið að takmarkaður fjöldi kemst að. Skráning er því nauðsynleg:
*Bókasafn Héraðsbúa
Mánudagur 14. nóvember, kl 15 - 18
5-7 bekkur (10-12 ára)
bokasafn.heradsbua@mulathing.is
*Bókasafn Seyðisfjarðar
Þriðjudagur 15. nóvember, kl 15 – 18
5-7 bekkur (10-12 ára)
bokasafn.seydisfjardar@mulathing.is
*Bókasafn Djúpavogs
Miðvikudagur 16. nóvember kl 15 – 18
5-7 bekkur (10-12 ára)
bokasafn.djupavogs@mulathing.is
Börnin verða hvött til að senda inn sína smásögu í samkeppni Sagna á vef KrakkaRÚV. Tuttugu smásögur verða svo valdar af dómnefnd í rafbókina Risastórar smásögur sem Menntamálastofnun gefur út. Tveir höfundar fá verðlaun á verðlaunahátíð Sagna næsta vor. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45