Dagana 17.-18. maí býðst nemendum á unglingastigi að sækja skyndihjálparnámskeiðið
Grunnnámskeið í skyndihjálp
Námskeiðið verður haldið í rauða skóla en er á vegum Rauða Krossins og er nemendum að kostnaðarlausu.
Leiðbeinandi verður Elfa Rúnarsdóttir
Nemendur sem sækja fullt námskeið geta fengið það metið til einingar í framhaldsskóla.
Dagar og tími:
Föstudaginn 17. maí frá klukkan 16:00 til klukkan 21:00.
Skólinn býður upp á pizzu í kvöldmat.
Laugardaginn 18. maí frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00.
Nemendur koma með nesti að heiman fyrir allan daginn. Hlé verða gerð til að matast og hvíla sig.
Vinsamlega skráið ykkur hjá umsjónarkennara fyrir 15.maí.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00