Miðvikudaginn 13. okt. var skólaþing Seyðisfjarðarskóla haldið. Skólaþingið er samkoma allra aðila í skólasamfélaginu þar sem við ræðum ýmsa punkta sem skipta máli fyrir okkur í skólanum. Þingið í ár var tileinkað Skólabrag. Það var virkilega ánægjulegt að heyra hvað fundargestir höfðu til málanna að leggja, umræðurnar voru málefnalegar og margir góðir punktar sem komu fram. Niðurstöðurnar af Skólaþinginu fara inn í áætlanagerð og stjórnendur og starfsfólk ákveða fljótlega eftir þing hvað hægt er að innleiða fljótt í skólastarfið.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45