Blaksamband Íslands stendur fyrir Skólablaki sem eru blakviðburðir fyrir grunnskólakrakka um allt land. Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkum og kennurum fyrir blakíþróttinni og að krakkarnir fái ánægjulega upplifun af hreyfingu og keppni.
Mánudaginn 4. október fór 5.-7. bekkur á Reyðarfjörð að spila við aðra austfirska krakka. Skólar frá Reyðarfirði, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði tóku þátt í ískaldri Fjarðarbyggðarhöllinni en þau létu kuldann ekki á sig fá því virknin og gleðin var mikil. Viðburðurinn heppnaðist vel og stóðu okkar krakkar sig með prýði, hjálpuðust að við að telja stig, voru jákvæð og peppuðu hvort annað.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45