Spilað í Fossahlíð

Nokkrir tónlistarnemendur fóru í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð í vikunni og léku þar. Það var orðið langt síðan Fossahlíð hefur fengið heimsókn úr Tónlistarskólanum en í vetur er reiknað með því að hljóðfæranemendur fari þangað í nokkur skipti. Þetta var einmitt Hrekkjavökudagurinn, 31. október, og því mættu sumir hljóðfæraleikaranna í búningum og var vel tekið á móti hópnum.


Athugasemdir