Samvinnuverkefni grunnskóladeildar og leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla

Samvinnuverkefni grunnskóladeildar og leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla hefur verið í gangi og kallast Brúum bilið, frá því árið 1999. Verkefnið hefst í október og stendur til skólaloka grunnskóladeildar á hverju ári, með ýmsum hittingum og verkefnum.

Í verkefninu hittast börnin í elsta hópi leikskóladeildar og nemendur í 1. og 2. bekk.  Þau vinna ýmiss verkefni saman. Í dag hittist hópurinn í útitíma og voru þau að efla æfa athygli. Þau fóru í nokkra leiki saman og æfðu sig að taka eftir mjög litlum hreyfingum. Þau fóru í þrautakóng þar sem þau þurftu að vinna saman tvö og tvö og herma eftir hreyfingum hvers annars. Þau lærðu líka Jósep segir og þar þurftu öll að passa athyglina vel.