Samstarf grunn- og leikskóladeildar vegna farsællar skólabyrjunar fyrstu bekkinga er í fullum gangi. Elsti árgangur hefur farið í nokkrar heimsóknir í grunnskóladeildina í vetur. Þau fóru síðast í heimsókn í textílmenntartíma hjá Unni, umsjónakennara 1-2 bekkjar. Þar kynntust þau því starfi sem fer fram í textílmennt, reglum, áhöldum og fleiru. Að tímanum loknum kíktu þau einnig í tónlistakennslu hjá Benna, listadeildarstjóra og Árna Geir, tónlistakennara.
Í þessari viku kynnast þau aftur á móti smíðatíma hjá Kela, smíðakennara. Þar fara þau yfir reglur í smíðastofunni og kynnast áhöldum og nöfnunum á þeim.
Heimsóknirnar halda áfram í vor og taka elstu börnin einnig þátt í skólaskemmtuninni.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00