Olweusardagurinn

Olweusardagurinn gegn einelti var haldinn í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla fimmtudaginn 21.nóvember. Nemendur unnu með vináttuna og hvernig góður vinur er. Síðan gengu þeir í nokkur fyrirtæki og stofnanir í bænum og gáfu plaköt með skilgreiningum sínum á góðum vin. 

Olweusáætlunin var fyrst innleidd í grunnskólum  á Íslandi árið 2002. Áætlunin nær til allra anga skólastarfsins og til allra aðila í samfélagi skólans. Við kappkostum að skapa nemendum öryggi. Skólabrag sem einkennist af:

  • Hlýju, einlægum  áhuga og alúð hinna fullorðnu.
  • Ákveðnum römmum gegn óviðunandi hegðun.
  • Viðurlögum við brotum á reglum.
  • Fullorðnir í skóla og á heimilum komi fram af myndugleik sem yfirboðaðar.

 

Olweus

Olweus

Olweus

Olweus

Olweus

Olweus

 

 


Athugasemdir