Seyðisfjarðarskóli er Olweusarskóli og því héldu leik- og grunnskóladeild upp á baráttudag gegn einelti sem er haldinn árlega 8.nóvember. Tilgangur dagsins er m.a. að vekja athygli á mikilvægi góðra samskipta í og utan skóla - alla daga.
Í leikskóladeild var eineltishringurinn kynntur og ræddur og farið í leiki sem stuðla að góðum samskiptum og vináttu. Í grunnskóladeild kynntu nemendur eigin verkefni tengd eineltisvinnu á sal um morguninn. Meðal annars hafa þeir sjálfir skilgreint hvað það er að vera góður vinur og hvernig koma má í veg fyrir einelti. Sumir endurhönnuðu eineltishringinn og fóru með í ýmis fyrirtæki og vinnustaði í bænum til að vekja athygli á baráttunni gegn einelti. Nemendur í 1. og 2. bekk gáfu samnemendum sínum og starfsfólki "græna karlinn" sem þeir höfðu klippt út til að hengja upp í kennslurýmum skólans.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00