Olíumálun
Námskeið fyrir 16 ára og eldri
Listadeild Seyðisfjarðarskóla býður upp á námskeið í olíumálun fyrir 16 ára og eldri. Kennt verður einu sinni í viku, á föstudögum kl. 14.30-16:00 í Rauða skóla annarri hæð.
Á námskeiðinu á nemendur kynningu á grunnatriðum varðandi olíu-málningu, aðferðir og helstu tækniatriði. Lögð verður sérstök áhersla á landslagsmálun, fjarvídd, ljós, skugga og litablöndun.
Kennari er Sandra María Sigurðardóttir, sjónlista- og textílkennari við Seyðisfjarðarskóla.
- Námskeiðið hefst næsta föstudag 14. febrúar.
- Síðasti skráningardagur er fimmudaginn 13. febrúar.
- Tímalengd námskeiðsins er 7 vikur, í alls 10,5 klst.
- Hámarksfjöldi þátttakenda er 8 manns.
- Námskeiðsgjald er 10.500 kr.
- Þátttakendur þurfa að koma með eigin efni og verkfæri.
Vinsamlegast sendið skráningu til: tinna@skolar.sfk.is
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00