Nú er þrifið í heimilisfræðistofunni með heimagerðu og náttúrvænu hreingerningarspreyi og þvottaefni

Nú er þrifið í heimilisfræðistofunni með heimagerðu og náttúrvænu hreingerningarspreyi og þvottaefni þökk sé nemendum á miðstigi sem brugguðu þessi efni fyrr í vor. Uppskiftirnar komu úr bókinni Betra líf án plasts og fylgja hér fyrir áhugasama.

 

Appelsínuúði

Hreinsiefni sem þrífur vel fitu, gott að nota á lím og erfiða bletti

 • Appelsínubörkur
 • Edik
 • Tvær vikur

   
 1. Skerið appelsínubörkinn og setjið í krukk
 2. Hellið ediki yfir
 3. Eftir tvær vikur má sýja appelsínubörkinn frá og setja lögin á úðabrúsa

 

Þvottaefni fyrir þvottavél

 • 2 msk. grænsápa
 • 2 msk. þvottasódi (eða matarsódi, bakaður við 180 gráður í klukkustund)
 • 1 l. heitt vatn
 • 10 dropar ilmolía

   
 1. Sjóði vatnið, takið af hellunni og bætið sóda og ilmolíu útí.
 2. Hellið saman við grænsápuna í ílát sem tekur einn líter.
 3. Látið standa í sólahring.
 4. Hristið brúsan áður en efnið er notað.
 5. Í hverja þvottavél fara 2 dl. þvottaefni.

 


Athugasemdir