Nemendur í 5. bekk heimsóttu sýninguna Allskonar landslag í Skaftfelli í september.

Nemendur í 5. bekk heimsóttu sýninguna Allskonar landslag í Skaftfelli í september. Þar kynntust þau  verkum Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaugs Scheving.

Í kjölfarið unnu þau stækkaða eftirmynd af verkinu Frá Ólafsvík eftir Nínu.. Aðferðin sem þau notuðu er gamalreynd aðferð til að afrita og stækka þar sem myndfletinum er skipt upp í marga minni fleti og hver og einn stækkaður upp. Nemendur unnu hver sinn hluta svo mikil spenna var að sjá hvort heildarmyndin passaði saman!

Afraksturinn af vinnu nemenda er nú til sýnis í félagsheimilinu Herðubreið.

Nína Tryggvadóttir fæddist á Seyðisfirði árið 1913. Verk hennar þróuðust á ferli hennar úr hlutbundnum málverkum (myndir af fyrirbærum) yfir í óhlutbundin (litir og fletir) og ljóðræn verk. Verkið Frá Ólafsvík sýnir vel hvernig hlutbundin mynd er að taka á sig óhlutbundið form.

Verkefnið var fræðsluverkefni Skaftfells 2018, hér má sjá texta um verkefnið og sýninguna:

http://skaftfell.is/nina-og-gunnlaugur/

http://skaftfell.is/allskonar-landslag/

 

Þórunn Eymundardótti

Myndmenntakennari