Myndmennt 3. og 4. bekkur stúlkur

Nú er nokkuð liðið á önnina í myndmennt hjá stúlkum í 3. - 4. bekk og því komin tími á að sýna það sem þær hafa verið að bauka og bralla. Í andyri rauðaskóla er búið að stilla fram fjölbreyttum verkum eftir stúlkurnar og hvetjum við alla til að líta við og kynna sér hvað þær hafa verið að fást við í vetur.

 Sýningin stendur fram í miðjan apríl.


Nemendur á yngsta stigi fá þjálfun í notkun mismunandi listmiðla og tækni auk þess sem þau læra grunn atriði í lita- og formfræði og myndbyggingu. Áhersla er lögð á leik og verkefnavinnu með það markmið að nemendur öðlast færni til að nota mismunandi efnivið, kynnist skapandi vinnubrögðum og efli sjálfstraust sitt.


Athugasemdir