Nemendur og starfsfólk hafa verið að undirbúa Menningarmótið sem haldið verður á morgun föstudag.
Menningarmótsverkefnið er kennsluverkefni sem nær hápunkti þegar við bjóðum foreldrum og gestum í heimsókn og höldum upp á margbreytilega menningu okkar og styrkleika. Meginmarkmið verkefnisins er að nemendur styrki sjálfsmynd sína, hugsi sjálfir um styrkleika sína og áhugasvið og hvað þeim er mikilvægt. Verkefnið er samstarfsverkefni deilda skólans, mikilvægur liður í að vinna með líðan og sjálfstraust nemenda okkar og tækifæri til að sýna fram á og viðurkenna styrkleika okkar sem fjölmenningarlegt skólasamfélag.
Verkefnið æfir alla í að bera virðingu fyrir eigin skoðun og skoðunum annarra, styrkleikum og persónulegri menningu hvers og eins, og við kynnumst öll betur og tengjumst.
Nemendur æfa hugrekki og skapandi vinnubrögð, tjáningu, framsetningu upplýsinga og svona mætti lengi telja.
Áhugaverður vefur Menningarmótsins er á menningarmót.is, en Kristín R Vilhjálmsdóttir er höfundur verkefnisins og hefur verið okkar stoð og stytta í framkvæmdinni í ár.
Dagskrá á Álfhóli og Vinnaminni í leikskóladeild er svona fyrir foreldra og yngstu börnin:
Staðsetning leikskóladeild
9:30--9:45 Opnunaratriðið: kynning og söngur.
9:45--10:30 Menningarmót: Yngstu:Nemendur hafa með mikilvægan hlut að heiman og barn og foreldri segja frá.
Upplögð stund fyrir foreldra að kynnast betur og eiga notalega stund með börnunum og öðrum foreldrum.
Dagskrá fyrir nemendur á Dvergasteini leikskóladeild og nemendur grunnskóladeildar er svona:
Staðsetning Herðubreið
10:05- 10:25 Opnun Menningarmóts með kynningu söng og atriðum frá nemendum.
10:25-10:45 Menningarmót: Yngri nemendur deila sínum fjársjóð. Hverjir kynna: Eldri nemendur leikskóladeildar og 1.-4.bekkur. Aðrir nemendur, starfsfólk og foreldrar eru gestir og taka virkan þátt með hlustun, samtali og áhuga sínum.
10:50-11:40 Menningarmót: Nemendur á miðstigi og unglingastigi deila sínum fársjóð. Aðrir nemendur, starfsfólk og foreldrar eru gestir og taka virkan þátt með hlustun, samtali og áhuga sínum.
11:40 Lok móts og matur hjá nemendum.
Eftir mat meta nemendur hvernig ferlið var með kennurum, ef foreldrar vilja koma ábendingum í sambandi við Menningarmótið hvet ég ykkur til að senda umsjónarkennurum eða stjórnendum tölvupóst.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00