Lestur, gleði og vinátta í heimsókn 10. bekkjar

Miðvikudaginn 3. desember brá 10. bekkur undir sig betri fætinum og kíkti í skemmtilega heimsókn á leikskólann.
Nemendur höfðu undirbúið sig vel, en hver og einn hafði valið sérstaka barnabók til að lesa fyrir börnin á eldri deild leikskólans.

Mikið var lagt upp úr vönduðum flutningi. Unglingarnir höfðu æft sig vel, pælt í hvernig best væri að sýna myndirnar og hvernig væri hægt að ræða innihald sögunnar við ungu kynslóðina til að halda athygli þeirra.
Upplesturinn heppnaðist einstaklega vel og myndaðist frábær stemning á deildinni.
Þetta var sannarlega skemmtileg og gefandi stund fyrir báða hópa, þar sem lesturgleðin var í fyrirrúmi og tengslin milli skólastiganna styrktust líka í leik og spjalli.