Föstudaginn síðastliðinn kom elsta stig leikskólans í jólaheimsókn í tónlistarskólann. Þar hlustuðu þau á tónlistarflutninga nokkurra bassa- og trommunemenda Árna Geirs, píanónemenda Mairi og söngnemenda Hlínar. Tónlistarnemendurnir hafa tekið örum framförum á önninni og skemmtilegt að heyra fjölbreytta trommutakta, jólalög bæði á píanó og bassa og sönglög. Leikskólakrakkarnir stóðu sig með stakri prýði að sitja og hlusta á tónleikana.
Nemendurnir sem komu fram voru:
Edda spilaði verkið Mermaid plays harp á píanó
Guðmundur spilaði Ef ég nenni með Björgvin Halldórs á bassa
Heiðrún og Úlfrún sungu saman The Call með Reginu Spektor
Margrét spilaði Nú er Gunna á nýju skónum á píanó
Módís spilaði slagverkstakt á trommur