Leikhúsferð hjá miðstiginu

Leikhúsferð hjá miðstiginu
Nemendum á miðstigi í grunnskólum Múlaþings og á Vopnafirði var boðið í Sláturhúsið að sjá leikritið Orri óstöðvandi í uppsetningu Þjóðleikhússins.
Sýningin byggir á bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi. Undanfarnar vikur hefur sýningin gengið fyrir fullu húsi grunnskólanema í Reykjavík en þessa dagana ferðast aðstandendur sýningarinnar með hana um allt land.
Það eru þau Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima sem fara með hlutverk Orra og Möggu en leikgerð og leikstjórn er í höndum Völu Fannell. Tónlistin í sýningunni er eftir þá félaga Jóhannes Damian R. Patreksson (JóPé) og Kristinn Óla S. Haraldsson (Króla). Fjögur lög úr sýningunni hafa nú verið gefin út og eru þau aðgengileg á tónlistarveitum. Nánari upplýsingar um sýninguna: Orri óstöðvandi | Þjóðleikhúsið