Kveðja frá nemendum og starfsfólki skólans

Í dag 18.desember er síðasti vinnudagur Ólafíu Þ Stefánsdóttur hjá okkur í Seyðisfjarðarskóla, en hún hættir að eigin ósk vegna aldurs.

Ólafía hóf upphaflega sinn starfsferil í leikskólanum hér á Seyðisfirði og í grunnskóla Seyðisfjarðar og tók síðar sérkennararéttindin og réttindi til kennslu í náms- og starfsráðgjöf. Ólafía hefur unnið hér á Seyðisfirði, á Egilsstöðum og fyrir sunnan í gegnum árin og verið ýmist kennari, ráðgjafi eða stjórnandi á sínum ferli, en Ólafía hefur verið hjá okkur sem sérkennari í leikskóladeildinni í Seyðisfjarðarskóla og aðstoðað með námsráðgjöfina í grunnskóladeildinni síðan sameining skólanna kom til 2016.

Við starfsfólk og nemendur skólans þökkum Ólafíu innilega fyrir vel unnin störf í þágu menntunar og velferðar nemenda og óskum henni velfarnaðar í nýjum kafla lífsins.

Kær kveðja fyrir hönd Seyðisfjarðarskóla
Svandís Egilsdóttir
Skólastjóri


Athugasemdir