Jólasýning Listadeildar

Við byrjuðum síðustu skólavikuna fyrir jól með jólasýningu Listadeildar og söngsal í Rauða skóla á mánudagsmorgni 16.desember. Þar voru til sýnis ýmis listaverk sem krakkarnir hafa búið til í list-og verkgreinum á þessari önn, þ.á.m. trébílar, taupokar, skúlptúrar og margt fleira fallegt og skemmtilegt. Jólalögin voru sömuleiðis sungin hátt og snjallt áður en haldið var í fyrsta tíma dagsins.