Jólapeysudagur

Nemendaráð grunnskóladeildar hefur í vetur staðið fyrir öðruvísi dögum. Á morgun föstudag ætla þau að hafa jólapeysudag þar sem nemendur og starfsfólk eru hvött til að draga fram litríkar, skemmtilegar eða bara ljótar jólapeysur og mæta í þeim í skólann.