Haft verður samband þegar umsóknarfresti lýkur um upphaf kennslunnar og stundatöflugerð.
Vigdís Klara Aradóttir og Guido Baeumer munu kenna á þverflautu, klarinett og saxófón og skólinn á nokkur hljóðfæri til leigu. Einnig er í boði að læra á trompet, sem er málmblásturshljóðfæri.
Rusa Petriashvili kennir á píanó og söng, hún tekur nemendur á öllum aldri, jafnt úr yngstu bekkjum og upp í fullorðna.
Jón Hilmar Kárason kennir í fjarkennslu á gítar, rafgítar, rafbassa og svipuð hljóðfæri.
Árni Geir Lárusson sinnir slagverkskennslu- og hugsanlega gítarkennslu á yngra stigi. Einnig mun hann bjóða upp á nám í raftónlist, svipað og Guðrún Veturliðadóttir sá um í fyrra.
Kristjana Stefánsdóttir jass-söngkona kemur í 3 skipti í vetur, í fyrsta skiptið í nóvember. Aðrar lotur verða á næsta ári.
Skrá verður nemendur í gegnum School-Archive ef sótt er um að vera í náminu hjá Kristjönu, alveg eins og í nám hjá öðrum kennurum.
Kristjana tekur við nemendum á mið- og unglingastigi, og einnig fullorðnum. Námið hjá henni er hálft nám.
Guðrún Veturliðadóttir verður með tveggja vikna samspilssmiðju í vetur eins og í fyrra.
Reiknað er með því að áhugasamir hljóðfæranemendur á grunnskólaaldri, c. frá 5. bekk og upp úr, fái að taka þátt í samspilsmiðjunni.
Smiðjan er innifalin í skólagjöldunum.
Ekki lítur út fyrir að boðið verði upp á nám á strengjahljóðfæri í vetur. Þeir sem eru áhugasamir um að læra á strengjahljóðfæri eru samt hvattir til að hafa samband við mig.
Gjaldskrá; börn fullt nám 35.300
Börn hálft nám 20.960
Fullorðnir fullt nám 63.980
Fullorðnir hálft nám 38.610
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00