Hjóladagur

Í dag föstudag er hjóladagur í grunnskóladeildinni og komu nemendur á reiðhjólum eða öðrum hjólum, hlaupahjólum, brettum o.s.frv. -með tilheyrandi öryggisbúnað að sjálfsögðu.
Dagurinn er skipulagður af nemendum og kennurum í sameiningu, sumir fara í hjólatúr aðrir hjóla eftir brautum og leika sér í þrautum. Eftir frímínútur fengum við heimsókn frá lögreglunni sem fræddi um umferðarreglurnar, setti upp braut og skoðaði hjólin. Einnig fræddi Lukka skólahjúkrunarfræðingur um mikilvægi hjálmnotkunar.
Solla og Fríða komu til okkar og gáfu nemendum í 6.bekk hjálma og er það gjöf frá Slysavarnardeildinni Rán.
Sjúkraflutningamenn á sjúkraflutningabílnum mættu á staðinn þar sem nemendur gátu kynntu sér hlutverk hans við slys, skoðað búnað og fleira.
Einnig er það árvisst að nemendur í 1. bekk fá hjálma að gjöf frá Eimskip og sú afhending fór fram í fyrsta tíma hjá þeim nemendum.


Hjóladagurinn 2019


Athugasemdir