Heimsókn frá nemendum Lungaskólans

Í nóvember fengu nemendur í Skólaseli skemmtilega heimsókn þegar nemendur í Lunga skólanum hittu þau í útikennslustofunni.  Frumkvæði að heimsókninni átti nemandi skólans, Louise Spisser frá Frakklandi en hún hafði einmitt málað verk á þríhyrnda fleti  sem mynda einskonar indjánatjald þegar þeim er stillt upp.  Hluti af ferlinu í þessu verkefni Spisser var að skipta á verkinu og einhverju öðru sem hefði vægi og bað hún því um að fá að sýna nemendum verkið og kveikja eld í útikennslustofunni með þeim. Úr þessum skiptum varð notaleg stund við bálið hjá nemendum okkar og nemendum Lunga skólans.

 

 


Athugasemdir