Haustverkin í heimilisfræði

Haust í heimilisfræðiHaustverkin í heimilisfræði 

Á síðustu vikum hafa nemendur í heimilisfræði hugað að gjöfum jarðar og notið útiverunnar.

Nemendur í 6. bekk fóru í berjamó og suðu svo bæði bláberja og rabbarbarasultu sem verða notaðar í eitthvart góðgæti síðar í vetur þegar okkur vantar áminningu um birtu og yl. Sömu nemendur settu af stað sínar eigin súrdeigsmæður og eru þær nú freyðandi kátar og tilbúnar í brauðgerð vetrarins.

Nemendur í 2. bekk fóru í jurtasöfnun enda ekki seinna vænna áður en allt leggst endanlega í dvala. Þau tíndu jurtir í te og kynntu sér virkni þeirra í bókunum íslensk flóra og íslenskar lækningajurtir. Úr varð fyrirtaks uppskrift af tei sem fyrirbyggir kvef og hjálpar okkur að sofna á kvöldin.

 Kvöldte krakkana í 2. bekk

    • Blóðberg
    • Vallhumall
    • Beitilyng
    • Bláklukkur
    • Elfting

Soðið stutta stund og drukkið með bros á vör. Haust í heimilisfræði

 

Haust í heimilisfræði