Gosabréf/Gækkebreve

8. bekkur hafði það sem heimavinnu að gera það sem við höfum kallað gosabréf.

Þetta hermum við eftir Dönum sem hafa lengi haft þann sið að senda gækkebreve fyrir páskana og eru bréfin kennd við blómin vintergækker, sem nefnast vetrargosar á íslensku.

Fólk sendir bréf með vísum og það á að giska á frá hverjum bréfið er.

Um þennan sið má víða finna upplýsingar á Netinu, til dæmis á þessari slóð: http://traditionstid.dk/gaekkebreve/  

og þessari: https://www.alt.dk/bolig/to-fine-gakkebreve-og-nitten-sjove-gakkevers


En þeirra heimaverkefni var raunar bara að gera eina litla gosavísu.

 

 Gosabréf

 


Athugasemdir