Göngum í skólann

Miðvikudaginn 3. september næstkomandi hefst Göngum í skólann verkefnið og Seyðisfjarðarskóli er að sjálfsögðu skráður til leiks eins og undanfarin ár.

Á síðasta ári tóku milljónir barna frá yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt með einum eða öðrum hætti. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Verkefninu líkur svo miðvikudaginn 1. október, sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn.
 
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á Göngum í skólann