Við hófum átakið á að hafa göngudag hjá öllum hópum í grunnskóladeild. Yngsta stig gekk innan fjarðar og fór meðal annars að Dvergasteini og út á Vestdalseyri. Miðstigið gekk út að vitanum á Brimnesi og unglingastigið okkar gekk yfir í Loðmundarfjörð þar sem hópurinn gisti svo. Við ætlum svo að brjóta skólastarfið upp þennan mánuð og taka til dæmis geðræktargöngutúra um bæinn og tengja átakið þannig við Gulan september.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45