Miðvikudaginn 30. ágúst héldu nemendur 8.-10. bekkjar af stað í sína árlegu göngu í Loðmundafjörðinn eins og hefð er fyrir.
Hópnum var skutla í Selstaði þar sem gangan hófst og lék veðrið við hann. Gangan gekk mjög vel og var góð stemmning í hópnum.
Líkt og alltaf fengu nemendur hakkgrýtu í kvöldmatinn og Royal búðing í eftirrétt. Um kvöldið stóð nemendur fyrir kvöldvöku.
Hópurinn fór sjóleiðina heim og fékk hann að sjá undur Loðmundarfjarðar í leiðinni.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45