Strákarnir í 1. og 2. bekk byrjuðu í nýju fagi sem heitir Kvikmyndir.
Í kvikmyndum eru nemendur á yngsta stigi að læra um stop motion kvikmyndir og hvernig á að gera þær, en sérstaklega fá þeir leiðsögn í þeirri áskorun að gera stutta stop motion kvikmynd saman, í hópi.
Hópvinna er ekki alltaf auðveld og það er mikil vinna að gera stop motion kvikmynd, jafnvel stutt. Þeir hafa fengið þá áskorun að túlka söguna Ormurinn í Lagarfljóti.
Þeir byrjuðu á því að búa til eldfjall með pappa-mache, mosa, steinum og greinum. Í myndbandinu má sjá áhugaverða og skemmtilega tilraun til að láta eldfjallið þeirra gjósa! Síðan bjuggu þeir til úr áli og leir nokkrar persónur sögunnar, eins og Finnar og aðra þorpsbúa. Þeir klæddu þá í föt sem þeir bjuggu að hluta til með saumavél, sem var svo skemmtilegt! Loks settu þeir hár á þá.