Fyrsta heimsókn elstu nemenda leikskóladeildar í Gamla skóla

Í vikunni var fyrsta heimsókn tilvonandi 1. bekkjar nemenda næsta skólaárs í grunnskóladeildina. Svandís skólastjóri tók á móti hópnum og bauð nemendur velkomna.Síðan leiddi hún börnin um skólann og kynnti stofur og annað rými skólans fyrir þeim. Margir nemendur grunnskóladeildar heilsuðu upp á börnin og kennarar heilsuðu einnig upp á hópinn. Á næstunni koma svo nemendur 1. og 2. bekkjar í heimsókn í leikskóladeildina með skólatöskurnar sínar og ætla að sýna þeim hvað leynist þar.

Markmiðið með samstarfinu:

  • Að auðvelda nemendum tilfærslu milli skólastiga og stuðla að farsælli skólabyrjun við sex ára aldur.
  • Að fimm ára nemendur kynnist nemendum, starfsfólki og umhverfi grunnskóladeildar samhliða skólagöngu sinni í leikskóladeild og stuðla þannig að vellíðan og öryggi barna við að fara úr leikskóla í grunnskóla.
  • Að skapa farveg fyrir gagnkvæma miðlun upplýsinga á milli skólastiga.
  • Að auðga skólastarfið á báðum stigum og efla félagsleg tengsl.
  • Að nýta sérstöðuna og það umhverfi sem við búum við. 

Athugasemdir