Fimmtudaginn 14. september verður Þorgrímur Þráinsson hjá okkur í skólanum með tvo fyrirlestra. Þorgrímur byrjar með miðstigið (5. -7. bekk) kl. 12:30 og flytur þeim fyrirlesturinn Vertu hetjan í þínu lífi - með því að hjálpa öðrum.
Með myndum, myndböndum og sögum fjallar hann um þau gildi sem kennarar og við öll erum reglulega að hamra á og notar ýmsar fyrirmyndir úr heimi íþróttanna til að minna krakkana á þetta. Gert er ráð fyrir að sá fyrirlestur taki 40-55 mínútur.
Að því loknu fá krakkrnir í 8. -10. bekk fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu fyrir tekur 80 mínútur og er skólum að kostnaðarlausu.
Þorgrímur mun einnig bjóða upp á fyrirlestur fyrir foreldra (líka þá sem ekki eiga börn í áðurnefndum árgöngum) klukkan 17.00 sama dag í Herðubreið.
Kæru foreldrar og aðrir Seyðfirðingar, við höfum afar góða reynslu af fyrirlestrum Þorgríms og hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta frábæra boð Þorgríms sem er ykkur að kostnaðarlausu.
Kær kveðja
Skólastjórnendur
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00